Hvað er svokallað Ísóflavín efni?

Spurning:
Hvað er svokallað Ísóflavín efni og getur verið að þau tengist eitthvað Hormóna-breytingu kvenna. Þetta er efni sem er þó nokkuð af í Phyto Soya (phytoöstregen) og fæst í Lyfjabúðum.

Takk fyrirfram fyrir svarið

Svar:
Ísóflavónar eru efni sem finnast einkum í sojabaunum. Þau eru talin hafa einhverja östrógenvirkni (kvenhormón). Ekki liggja þó fyrir ennþá nægilegar rannsóknir til að fullyrða hversu mikil þessi verkun er. Einnig er magn ísóflavóna í mismunandi sojabaunaafurðum mjög mismunandi. Líklegt er því að matvörur og fæðubótarefni sem innihalda sojabaunir eða sojabaunaafurðir innihaldi nokkuð af ísóflavónum.

Regluleg neysla þessa getur því mögulega haft áhrif á hormónabúskapinn. Konur á breytingaskeiði gætu jafnvel haft eitthvað gagn af neyslu þessara vara en ekki er þó hægt að fullyrða neitt um það ennþá. Einnig gætu þær haft milliverkanir á lyf og ætti því að ræða það við lækninn ef önnur lyf eru notuð.

Með bestu kveðju/With kind regards, Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur