Hvað eru blöðrur á eggjastokkum?

Spurning:

Hvað eru blöðrur á eggjastokkum og hvað veldur þeim?

Geta slíkar blöðrur orsakað ófrjósemi eða haft aðrar afleiðingar?

Svar:

Blöðrur á eggjastokkum eru langoftast eðlilegt fyrirbrigði, hluti af eðlilegu starfi eggjastokka hjá frjósamri konu. Það fer alveg eftir aldri konunnar, stærð og gerð blaðranna hvaða þýðingu þær hafa. Þær geta verið allt frá eðlilegu upp í illkynja sjúkdóm en læknir er fljótur að sjá og greina hvers kyns er. Þær eiga ekki að valda ófrjósemi, þó þær geti truflað frjósemi. Slíkt er hægt að leysa. Blöðrur á eggjastokkum geta að vísu valdið miklum verkjum og óþægindum, jafnvel þótt þær séu alveg saklausar, en svo geta illkynja blöðrur verið alveg einkennalusar. Því þarf að vera í sambandi við lækni til að ræða svona mál frekar.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson, kvensjúkdómalæknir