Hvað eru svuntuaðgerð og fitusog?

Spurning:

Ég hef áhuga á að vita allt um fitusog og lýtaaðgerðir tengdar því. Hvað er svuntuaðgerð?, hvernig fer hún fram?, af hverju verður að taka því rólega í sex vikur á eftir?, myndast ör á eftir? Er hægt að fara í fitusog með læri og rass? Hvernig fer það fram?

Takk fyrir góða heimasíðu.

p.s. Getið þið bent á góða lýtalækna sem hafa með þessi mál að gera …

Svar:

Varðandi lýtaaðgerðir s.s. fitusog og svokallaða svuntuaðgerð (þar sem fjarlægð er teygð/slöpp mjög slitin húð eftir meðgöngu) o.fl. þá ráðlegg ég þér að leita til sérfræðings í lýtalækningum. Panta viðtalstíma hjá einum af þeim 7 sem starfrækja stofur hér á landi. Í viðtali hjá lækninum þá gefur hann þér upp allar upplýsingar um aðgerðina sjálfa, undirbúning fyrir hana og eftirmeðferð. Varðandi það hver þessarra lýtalækna er bestur þá er það þér að segja að hverri aðgerð fylgir ákveðin áhætta. Við erum einstaklingsundin og svörum meðferð misjafnlega. Sumir fá aukaverkanir s.s. ljót, upphleypt ör á meðan aðrir gróa vel þar sem lítið sést hvað eða hvort eitthvað var gert. Hafir þú fengið ör skaltu líta á það og skoða hvernig það hefur gróið. Þetta skaltu ræða um við lækninn áður en þú ákveður að gangast undir aðgerð.

Kveðja, Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu