Hvað get ég gert við bólum?

Spurning:
Halló. Ég er 13 ára. Ef maður er með feita húð og vill koma í veg fyrir það, hvað getur maður gert eða hvaða krem getur maður notað? Hvað er gott að gera til að losna við bólur? Ég er ekki með e-h fullt en það kemur fyrir að þær verði um 5 í einu! Takk fyrir!

Svar:
Á þessum aldri er húðin að breytast og verður oft feitari vegna hormónabreytinga. Gott er að fara í húðhreinsun á snyrtistofu annað slagið til að láta hreinsa vel upp úr húðinni og fá ráðleggingar. Einnig er nauðsynlegt að hreinsa húðina vel á hverju kvöldi með hreinsigeli eða hreinsimjólk og nota svo fitulaus krem á dagin, krem sem eru fyrir unga húð, það má alls ekki nota of virk krem (hrukkukrem) á svona unga húð. Það er hægt að fá góð krem bæði í apótekum og á snyrtistofum og eru þau ekki endilega mjög dýr. Það hefur einnig áhrif á húðina ef þú borðar mikið af sælgæti, pizzum, frönskum og annarri óhollustu þannig að þú verður aðeins að spá í hvað þú lætur ofan í þig. Ég vona að þessi svör gagnist þér eitthvað og að þér gangi vel.
Kveðja, Sigrún Konráðsdóttir, snyrtifræðingur