Hvað veldur hvítum blettum á húð?

Spurning:

Mig langar að vita hvað orsakar varanlega hvíta bletti á húð, litarefnisskort og er kannski til einhver meðferð eða lyf við þessu.

Svar:

Sæl og blessuð!

Algengasta orsökin fyrir varanlegum hvítum blettum á húð er sjálfsofnæmi. Líkaminn myndar þá mótefni gegn litarfrumum í húð og eyðir þeim. Oft fylgja þessir blettir öðrum sjálfsónæmisjúkdómum t.d. vanstarfsemi á skjaldkirtli, sýruleysi í maga, gigt o.fl.

Það eru ekki til að mér vitandi nein lyf til að lækna þessa hvítu bletti ef þeir hafa myndast. Hægt er að gera þá minna áberandi með því að forðast sól og nota brúnkukrem á þá.

Kveðja,
Bryndís Benediktsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum