Hvaða æfingar eru hentugar?

Spurning:
Hæ, Ég hef farið í krossbandaaðgerð og nokkrar liðspeglanir þar sem liðþófinn var lagaður. Nú er ég aftur farin að finna fyrir eymslun í hnénu og mig langar að reyn að styrkja vöðvanu í kring til að minnka álagið á liðinn. Hvað æfingar eru hentugar til þess ?

Svar:
Það eru til ýmsar æfingar til að auka styrk og stöðugleika í hnénu. En ég tel rétt að þú hittir sjúkraþjálfara sem metur t.d. hvers konar álag ætti að vera í æfingunum til að byrja með eftir að hafa skoðað hnéð. Það er alltaf öruggara að fá nákvæmar leiðbeiningar og sýnikennslu.

Gangi þér vel, Sigþrúður Jónsdóttir, sjúkraþjálfari í Styrk