Hvar er hægt að fá minnismeðferð?

Í grein ykkar um venjulega gleymsku er talað um minnismeðferð einstaklinga og hópa. Að rannsóknir sýndu að hópmeðferðinn virkaði betur. En hvar er hægt að komast í svona þjálfun einstaklings eða í hópi?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sálfræðingar sjá að öllu venjulegu um slíka meðferð en þú getur fengið frekari upplýsingar á göngudeild öldrunarþjónustu Landsspítalans eins og fram kemur í bæklingi frá þeim sem þú getur lesið hér 

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur