Spurning:
Hvað má ég taka margar Asýran 150mg á dag,en hvað margar Losac mumps .Ég er karlmaður 60 ára,og tek ekki önnur lyf nema Parkódin þegar ég þarf .
Svar:
Skammtastærðir af þessum lyfjum báðum eru mjög mismunandi eftir einstaklingum og þeim sjúkdómum sem þau eru notuð við. Hæstu skammtarnir eru notaðir við sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast „Zollinger-Ellison heilkenni“. Ef þér finnst þeir skammtar, sem læknirinn hefur mælt með, ekki duga, skalt þú ræða það við hann en ekki auka skammtinn án samráðs við hann. Ekki er víst að hærri skammtur leiði til betri árangurs, en hann gæti valdið aukinni hættu á aukaverkunum.
Venjulegur skammtur af Asýran (ranitidín) er 300 mg á dag, annað hvort sem 300 mg (2 töflur) að kvöldi eða 150 mg (1 tafla) tvisvar á dag. Ekki er mælt með stærri skömmtum en 900 mg af Asýran (6 töflur) á dag. Venjulegur skammtur af Losec mups (ómeprazól) er 10 – 40 mg á dag. Skammtar allt upp í 120 mg á dag þekkjast.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur