Hvenær getur maður fengið að vita kynið?

Spurning:
Mig langar að vita hvenær á meðgöngunni getur maður fengið að vita kyn barnsins?

Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er oftast hægt að greina kyn barnsins í 19-20 vikna sónar en stundum liggur barnið þannig að ekki er hægt að greina það. Þetta er ekki skoðað nema verðandi foreldrar óski eftir því.

Kær kveðja og gangi þér vel.
Brynja Pála Helgadóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.