Hver getur verið orsök fyrir nætursvita.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Orsakir nætursvita geta verið margvíslegar. Fyrst ber að nefna utanaðkomandi áhrif eins og herbergishita, of heit sæng, dýna eða koddi. Ákaflega einfalt er að finna út hvort þessir hlutir séu að hafa áhrif. Ef viðkomandi svitnar þó svo hann skipti um svefnstað er ástæðan frekar líkamleg.
Helstu líkamlegu orsakir eru truflun á hormónastarfssemi eða einhver önnur veikindi og alltaf ráðlegt að setja sig í samband við heilsugæslulækni til þess að reyna að komast að rót vandans ef þetta gengur ekki yfir af sjálfu sér
Ég set með hér tengil á grein um Svita sem getur mögulega komið þér að gagni
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur