Hvernig losna ég við inngróin hár?

Spurning:

Sæl.

Mig langar að vita hvernig losna ég við innvaxin/inngróin hár. Þessu vandamáli fylgir oftast bólur og gröftur. Ég hef prófað að nota kornakrem, grófan hanska og sýruvörur sem eiga að hjálpa við þessu vandarmáli en ekkert virkar fyrir mig.

Ég nota vax til að fjarlægja allan óæskilegan hárvöxt, hef einnig prófað að nota rakvél og háreyðingakrem en ég fæ alltaf inngróin hár.

Kær kveðja.

Svar:

Komdu sæl.

Þakka þér fyrirspurnina.
Að plokka og/eða vaxa hár – hvar sem er á líkamanum – verður að vítahring. Þú ert að áreita hársekkinn sem breytir sér með þeim afleiðingum að hárin sem vaxa aftur verða mun stífari og grófari en fyrr. Þetta eykur bara hárvöxtinn og hárin verða oft einnig dekkri. Oft verða þessi dökku, grófu hár einnig inngróin með tilheyrandi sýkingu í húð.

Varanlega háreyðingu færðu með ljósgeisla meðferð – 80-90% varanleg eyðing á dökkum hárum næst eftir að meðaltali 8 meðferðir á líkama og að meðaltali 10 meðferðir í andliti.

Vil ég benda á pistil minn á Doktor.is

Bestu Kveðjur,
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu.