Hversu mikið D vítamín er í Omega 3?

Spurning:

Komið þið sæl.

Ég er 52 ára. Ég er að taka inn Menopace vítamín, 1 hylki á dag, og Osteocare, 2 töflur á dag. Er í lagi fyrir mig að taka líka inn Omega 3 frá Lýsi hf., – t.d. 6 perlur? Ég finn hvergi upplýsingar um hversu mikið D-vítamín er í Omega 3.

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Komdu sæl.

Hver perla inniheldur 500 mg af lýsi. Því eru 3000 mg í 6 perlum.

Ráðlagður dagskammtur af þorskalýsi (5 ml) Inniheldur 1380 míkrógrömm af A vítamíni, 11 míkrógrömm af D-vítamíni og 1,4-1,6 af Omega–3 fitusýrum Ráðlagður dagskammtur af omega 3 er 4-6 perlur á dag. Ráðlagður dagskammtur af D vítamíni er 5 – 10 míkrógrömm. Ekki er æskilegt að fara yfir 10 míkrógrömm af D vítamíni ef hin vítamínin sem þú ert að taka innihalda líka D vítamín þá er ekki æskilegt að taka þau öll. Reyndu að vera sem næst ráðlögðum dagsskömmtum.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur