Hvert er normalt ps gildi í blóði,

Er normalt þegar ps gildi fer yfir 40

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég átta mig ekki á fyrir hvað ps stendur fyrir. Til er hugtakið  PH sem mælir sýrustig og PSA sem stendur fyrir prostate spesific antigen og mælir mögulega stækkun á blöðruhálskirtli.

Ef þú hefur farið í blóðprufu og þarft aðstoð við að skilja niðurstöðurnar skaltu endilega ráðfæra þig við lækninn sem sendi þig í blóðprufuna.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur