Sæl verið. Ég er 18 ára stúlka og greind með átröskun og er að reyna finna eitthverja aðstoð til að hjálpa mér að glíma við átröskunina.
Ég talaði við sálfræðing sem benti mér á hvítabandið og sagði að það gæti verið hjálplegt fyrir mig. En ég er bara að pæla hvernig virkar meðferðin þar og vitiði, eru eitthverjir aðrir staðir sem ég gæti leitað mér hjálpar við átröskuninni hjá mér?
Sæl,
Takk fyrir fyrirspurnina. Það er góð byrjun að leita til heimilislæknis þíns og biðja hann að senda tilvísun fyrir þig á átröskunarteymi Landspítalans en það er einnig tekið við tilvísunum frá öðru fagfólki t.d. sálfræðingum. Átröskunarteymið er einmitt staðsett í Hvítabandinu , Skólavörðurstíg 37. Þú getur einnig haft samband sjálf við átröskunarteymið með því að senda tölvupóst á atroskun@landspitai.is , Í kjölfarið hefur starfsmaður átröskunarteymis samband símleiðis og þú getur þá spurst fyrir um tilhögun meðferðarinnar.
með kveðju,
Berglind Ómarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur