Það sáust hvítar skellur í heila hjá mér í Segulóm skoðun árið 2008.
Fór aftur í jan 2020 þá höfðu hvítu skellurnar stækkað.
Er með þrálátan verk við vinstra gagnauga.
Sonur minn er með sömu skellurnar og mikin hausverk sem stendur í nokkra klst.
Hef ekki fengið viðhlýtandi svar við þessu hjá læknum.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Ég er hrædd um að við getum ekki veitt þér frekari svör þar sem efnið er mjög sértækt og einstaklingsbundið. Best er að fara til þíns læknis sem ég geri ráð fyrir að sé heila-og taugalæknir og skrifa niður það sem hann hefur að segja. Það er yfirleitt betra að hafa útskýringar skriflegar svo hægt sé að skoða það betur þegar heim er komið og melta. Ef þú þarfnast síðan frekari útskýringar getur þú farið með það til heimilislæknis þíns.
Gangi ykkur vel.
Með kveðju
Guðrún Ólafsdóttir
Hjúkrunarfræðingur