Fyrirspurn:
Góðan dag!
Mig langar til að vita af hverju ég er með hvíta hringi kringum lithimnuna?
Takk fyrir
Svar:
Hvítur hringur í kringum lithimnuna eru væntanlega hringur í hornhimnunni, sem er glæri kúpullinn framan á auganu. Svarið fer svolítið eftir því á hvaða aldri spyrjandinn er þegar hringurinn myndast. Ef um er að ræða einstakling yfir sextugt er um að ræða eðlilegar hrörnunarbreytingar í hornhimnu, sem geta orðið töluvert áberandi. Þessar breytingar nefnast á latínu “arcus senilis” og er það heiti notað víðast hvar erlendis. Þær valda ekki sjónskerðingu og eru ekki merki um sjúkdóma. Ef um er að ræða einstakling yngri en sextugt þarf að kanna fitumagn í blóði, þar sem þetta getur í einstaka tilfellum verið merki um háa blóðfitu. Blóðfita (sérstaklega kólesteról) safnast þá yst í hornhimnuna en veldur þó ekki sjónskerðingu. Hátt kólesteról í blóði getur aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum en er oft hægt að meðhöndla með kólesteróllækkandi lyfjum.
Ef hvítir hringir eru í lithimnunni sjálfri, hafa þeir að öllum líkindum verið þar frá fæðingu og eru þeir þá eðlilegir.
Bestu kveðjur,
Jóhannes Kári Kristinsson
— Sendu okkur fyrirspurn (16. Nóvember, 2007 – 13:03:17) —
Fyrirspurn:
Góðan dag!
Mig langar til að vita af hverju ég er með hvíta hringi kringum lithimnuna?
Takk fyrir