Hvort kynið er ég með?

Spurning:
Ég er komin 38 vikur á leið og mig langar spyrja um hvort sónarinn sé alltaf réttur? Það sást tippi en margir segja að þetta er stelpa af því ég er framsett. Mér finnst þessi meðganga allt öðruvísi en þegar ég gekk með strákana mína, ég var alltaf sólgin í græn epli í báðum meðgöngum en núna allt sem tengist jarðaberjum. Hvjerar eru líkurnar að þetta sé virkilega strákur eða er þetta stelpa?

Svar:
Það er engin leið að segja til um hvort kynið er nema með skoðun í sónar og ekki einu sinni þá er það 100% öruggt. En í flestum tilvikum hefur sónarfólkið rétt fyrir sér. Hvort bumban er framsett eða ekki hefur ekkert með kyn barnsins að gera og ekki heldur hvort maður fær dellu fyrir þessu eða hinu. Hver meðganga er einstök og þess vegna gæti þetta verið strákur þótt líðan þín sé öðruvísi en með hina strákana þína. En þetta kemur nú allt saman fljótlega í ljós.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir