Hydramíl og Kaleorid samtímis?

Fyrirspurn:

Hæ. Er með eina lyfjaspurningu. Er gott að vera á þvagræsandi hjartalyfi (hýdramíl) og vera á kalíumlyfi (kaleorid) á sama tíma? Ég veit að venjulega þarf maður að bæta upp kaliumskorts þegar maður er á þvagræsilyfi, en þar sem Hydramil inniheldur Amílóríð sem er kalíumsparandi og kemur í veg fyrir kaliumtapi og þá er mælt með að ekki bæta við kalium og frekar forðast því, er þá gott að vera á þessum tveimur lyfjum ? ?

Takk xxxxx

Svar;

Sæl,

Lyfið Hydramíl inniheldur 2 virk efni:  Hydroklórtíazíð og Amilóríð.  Ef kalium er tekið inn með amilórið er hætta á "hyperkalemíu" eða hækkun á  kalium í blóði yfir eðlileg mörk.  Inntaka hydróklórtíaziðs getur hinsvegar valdið kaliumbresti. Það þarf því að fara reglulega í blóðmælingu og láta mæla kalium magn í blóði. Venjulega/oftar er ekki þörf á því að taka kalium ásamt inntöku  Hydramíls. Það getur samt verið þörf á því ef niðurstöður úr blóðmælingu segja svo og þá ávallt tímabundið og samkvæmt læknisráði og eftirliti. 

Með kveðju,
Sigríður P. Arnardóttir
Lyfjafræðingur