Hæ ég hef verið með járnskort og fyrir ári síðan fór ég í hjartalokuskipti.
Ég fékk lífræna loku í ósæð. Um dagin fór ég í ómun á hjarta og það kom í ljós
meðal miklil þrenging í nýju lokuni. Getur járnskortu verið ástæðan fyrir þeirri
þrengingu.
Súrefnisleisi í hjarta ?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Til að svara þessu betur hefði verið gott að vita ástæðuna fyrir lokuskiptunum, hvort það hafi verið vegna þrenginga eða einhver önnur ástæða. Miklum járnskorti getur fylgt aukið álag á hjartað þar sem það þarf að dæla hraðar til að næra líkamann á súrefnisríku blóði. Sért þú með þekktan járnskort að þá er mjög gott að fylgja því eftir með blóðprufum, sérstaklega eftir aðgerð þar sem þú gætir hafa misst blóð í aðgerðinni. Maður getur verið lágur í járni án þess að vera með lágt hemoglobingildi líka. Hvort að það sé bein tenging á milli járnskorts og þrenginga í nýju lokunni hjá þér, að þá er best að ræða það við þinn hjartalækni, hann er með þína sögu og ætti best að geta svarað þessum spurningum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fann um efnið að þá er verið rannsaka hvort séu tengsl á milli blóðleysis og bataferlis lokuþega en þær eru allar á þann veg að gefa ekki afgerandi svar og segja að það þurfi að rannsaka þetta betur. Læt fylgja með linka á þær greinar sem mér fannst áhugavert að lesa um efnið.
Gangi þér vel
https://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/11/nr/4364
https://academic.oup.com/ndt/article/26/4/1137/1884318
https://www.nature.com/articles/s41598-018-36066-z
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.