Góðan daginn
Ég lét setja lykkjuna inn í apríl árið 2019. Núna, nærri allt árið 2020 hef ég verið með ómögulega húð þar sem að kýli myndast á milli augabrúna og á hökunni ásamt óteljandi magni af fýlapenslum. Kýlin eru þannig að þau koma oftast ekki á yfirborðið, þ.e. gröftur verður vanalega ekki sjáanlegur, en þau fara samt ekki. En er ég með bletti þar sem voru kýli fyrir hálfu ári.
Ég er búin að vera að passa mataræðið, skipta reglulega á rúminu, þrífa húðina tvisvar á dag en ekkert virðist virka.
Er möguleiki að lykkjan sé allt í einu núna að rugla svona í húðinni minni? Nærri 8-9 mánuðum eftir innsetningu?
Fyrirfram þakkir.
Góðan dag.
Þrymlabólur, eins og þú lýsir, eru þekkt aukaverkun af lykkjunni. Það getur tekið nokkra mánuði fyrir bólurnar að koma fyrst fram og það getur því verið raunin í þínu tilfelli. Mér heyrist þú vera að gera allt sem þú getur gert til að halda þessu niðri en ef lykkjan hentar þér vel að öðru leiti og þú vilt láta reyna á að losna við bólurnar t.d. með lyfjum ráðlegg ég þér að leita til húðlæknis. Húðlæknir ætti að geta staðfest undirliggjandi orsök húðvandamála þinna og veitt viðeigandi meðferð við þeim.
Gangi þér vel.
Oddný Þorsteinsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur