Kæfisvefn

er eðlilegt að vera með kæfisvefn en samt finna ekki fyrir einnkeni á næturna bara hrotur og a daginn að finna ekki fyrir þreytu eða syfju við akstur og ég hef nóg orku til að fara að lappa eða í ræktina.

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Einkenni kæfisvefns geta verið mjög mismunandi milli einstaklinga. Til að greina kæfisvefna er framkvæmd ákveðin svefnrannsókn. Algeng einkenni í svefni eru háværar hrotur, öndunarhé, nætursviti, ótólegur svefn og hrökkva upp úr svefni. Einkenni í vöku geta verið mikil þreyta og dagsyfja, erfiðleikar við einbeitingu og minni og vakna með höfuðverk, munnþurrk og sáran háls.

Ég ráðlegg þér að tala við lækni ef þetta er áhyggjuefni og þig grunar kæfisvefn. Hér er hægt að lesa meira um kæfisvefn: https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/kaefisvefn/

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir

Hjúkrunarfræðingur