Kærastan mín neitar að borða

Sæl verið ég er 18 ára ásamt kærustu minni. En hún neitar að borða og er að reyna svelta sig. Hún er mjög létt eða um 45kg og hæð hennar sirka 162cm. Ég veit ekki hvernig ég get hjálpað henni. Alltaf þegar ég spyr hana hvað hún borðaði yfir daginn er það bara ein máltíð oftast sem er mjög lítil. Nú spyr ég… mig langar svo að hjálpa henni en hvert get ég leitað? Ég er alveg ráðavilltur. Bestu kveðjur

Góðan dag,

Takk fyrir fyrirspurnina. Það væri gott að byrja á því að leita til Heilsugæslunnar og panta tíma hjá heimilislækni og hann gæti vísað ykkur áfram. Eins gætir þú sent póst á átröskunarteymi Landspítalans og beðið um aðstoð, netfangið hjá þeim er atroskun@landspitali.is

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur