Kalda

fyrir ca mánuði byrjaði ég að fá köldi köst en ar góð á milli. En nú er ég búin að vera með köldu í tvo sólarhringa er ekki verkju að ráði aðeins má verki í hægri hlið.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það að vera með kuldahroll er merki um breytingu á hitastigi líkamans, en orsök þess geta verið margvísleg. Algengasta ástæða þess er yfirleitt einhversskonar sýking af völdum veikinda. Einnig geta hormónatruflanir haft þessi áhrif og er t.d. þekkt ástand hjá konum á breytingaskeiðinu.

Ég hvet þig til að hitta heimilislækni ef þetta lagast ekki.

Gangi þér vel,

Lára Kristín

Hjúkrunarfræðingur