kalíumskortur

Hverjar eru afleiðingar skorts á kaiíum í líkamanum?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Skortur á kalíum er fremur óalgengur en kemur helst fram hjá fólki sem notar þvagræsandi lyf þar sem þau eyða kalíum úr líkamanum.

Einkenni skorts lýsa sér sem bjúgur, blóðsykurskortur, háþrýstingur, þreyta, slen, vöðvaverkir, húðþurrkur, niðurgangur, harðlífi, skert starfsemi ósjálfráða taugakerfisins, taugaveiklun, þrálátur þorsti, hjartsláttaróregla, sykuróþol, svefnleysi, lágþrýstingur, og þrálátir höfuðverkir.

Ef þú heldur að þú sért með kalíum skort mæli ég með að leita til læknis, það er athugað með blóðprufu.

 

Gangi þér vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur