Kanabis

Hvað getur verið langur tími að mælast af kanabis ef reykt er mikið í 3 daga um 6gr eða svo

kv foreldri

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

THC er heitir efnið í hassi, marijúana og kannabisi sem veldur áhrifunum eða vímunni og er um leið það sem flestir sækjast eftir sem eru að neyta þess.

Það getur stixast í þvagi í allt að 30 daga eftir neyslu.

Tímalengdin ákvarðast aðallega af eftirfarandi þáttum:

  • Magn líkamsfitu einstaklingsins (vegna þess að THC sest í fituvefinn í likamanum)
  • Hve oft einstaklingurinn neytir efnisins
  • Hve mikið magn er neytt
  • Næmi prófsins sem notað er

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur