Karnitín og blóðskilun

Góðan daginn. Mig langar til að fá upplysingar um Karnitín. Er flókið að skoða hvort skortur sé á Karnitíni hjá einstaklingi. Ég las grein um skort á Karnitíni hjá einstaklingi með ígrætt nýra. Þar kom í ljós að hjá viðkomandi greindist það einfaldlega ekki. Líðanin gjörbreyttist eftir að þetta kom i ljós og var meðhöndlað, en þetta er skilst mér MJÖG sjaldgæft. Einkenni sem viðkomandi sýndi eru bara nákvæmlega og hjá dóttur minni, sem er í blóðskilun og bíður eftir að fá sitt þriðja ígrædda nýra.
Kv.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Karnitín skortur er vissulega til eins og þú hefur lesið þér til um en mjög sjaldgæfur og þ.a.l. ekki það fyrsta sem kemur upp í hugan. Ég ráðlegg ykkur að ræða við lækni dóttur þinnar m.t.t. þeirra einkenna sem hún er með. Karnitín er mælt í blóðprufu.

Gangi ykkur vel.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.