Kartnögl

Hvers vegna fær maður kartnögl. Hvað er hægt að gera við því? Þá meina ég bæði lyf og náttúrulyf eða annað. Kveðja

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Margar ástæður geta verið fyrir því að einstaklingur fái kartnögl, það getur verið t.d. of þröngir skór eða annars konar núningur en einnig þarf að útiloka að um sveppasýkingu sé að ræða. Ég myndi mæla með að þú færir til fótaaðgerðarfræðings í skoðun og mat.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur