Kiropraktor/sjúkraþjálfari

Hver er munur kiropraktor og sjúkraþjálfara? Ekki er kiropraktor erlenda heitið á sjúkraþjálfara?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Kírópraktík er fræðigrein sem fjallar um einstaklinginn í heild sinni. Þó er athygli kírópraktorsins beint sérstaklega að heilbrigði hryggjarins og röskun á eðlilegri starfsemi hans. Grundvöllur kírópraktíkurinnar er bygging og staða hryggjarsúlunnar, hreyfing hennar og burðareiginleiki. Lykilatriði er einnig hæfileiki hryggsins til eðlilegrar endurhæfingar. Sjúkdómar sem valda verk í hrygg, hvort sem þeir eru í hryggnum sjálfum eða tengjast hrygg tilfinningalega eru grunnatriði í starfsemi kírópraktors.

Sjúkraþjálfarar veita þjónustu sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks. Þeir aðstoða fólk á öllum lífsskeiðum þegar sótt er að hreyfigetu og virkni vegna öldrunar, slysa, sjúkdóma, kvilla, ástands eða umhverfislegra þátta. Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.

Physiotherapist er erlenda heitið á sjúkraþjálfara. Læt fylgja með linka á síður þar sem hægt er að lesa sér til um efnið.

 

https://doktor.is/grein/sjukrathjalfari

https://www.kpi.is/2018/10/17/hvad-gerir-kiropraktor/

https://chirocareflorida.com/chiropractors-vs-physiotherapists/

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur