Kláði.

Góðan dag, getið þið sagt mér hvað það getur verið sem veldur óstjórnum kláða útum allann líkamann?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Kláði getur verið einkenni um ýmislegt eins og til dæmis ofþurrk og ofnæmi en einnig er kláði þekkt sem vísbending um það að lifrin starfi ekki eðlilega.

Þú skalt endilega fá skoðun og mat hjá lækni til þess að finna út úr þessu.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur