Kláði á kálfunum

Góðan dag ég fæ alltaf reglulega roskláða á kálfana og fygja þeim alltfaf enhvr útbrot.
Hvað er til ráða?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er nánast útilokað að greina sjúkdóma í húð án þess að skoða húðina og fá nánari upplýsingar um einstaklinginn. Kláði getur stafað af mörgum orsökum, t.d. ofnæmisviðbrögð, sveppasýking í húð, sykursýki, sjúkdómum í lifur eða bara hreinlega þurrki í húð. Þú getur prufað að horfa í það hvort hafi verið einhverjar breytingar hjá þér með mataræði, ný lyf, fæðubótarefni, þvottaefni svo eitthvað sé nefnt og prufað þá að taka það út og sjá hvort einkenni minnka. Ræddu þetta við heimilislækninn þinn og hann getur þá sent þig áfram ef þetta þarfnast sérfræðiálits. Læt fylgja með smá lesefni um kláða í kálfum og hvað gæti valdið.

Gangi þér/ykkur vel.

https://www.healthline.com/health/itchy-calves

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.