Kláði í húð.

Ég hef verið svo kvalin af ofsakláða í húðinni í um það bil mánuð. Kláðinn kemur og færist svo á annan stað.Stundum koma litlar bólur með.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það getur ýmislegt orsakað kláða svo sem eins og ofnæmi,  kláðamaur eða álag á lifur. Þú skalt endilega ráðfæra þig við lækni um umögulegar orsakir og meðferð við þessu vandamáli.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur