Kláði og þreyta

Góðan daginn.

Ég er með svo mikinn kláða um allan líkamann. Auk þess er ég óeðlilega þreytt og þarf alltaf að vera að hvíla mig.

Bestu kveðjur

Sæl/ll og takk fyrirspurnina

Nú hef ég ekki séð húðina þína og veit því ekki hvort að þú sért með útbrot. Mögulega gæti þetta verið einhversskonar ofnæmi eða exem sem þarf að kanna betur hjá lækni.

Varðandi þreytuna þá er upplagt að hitta lækni og biðja hann um að taka hjá þér blóðprufur til þess að skoða vítamínin í blóðinu hjá þér, en skortur á ýmsum vítamínum getur valdið þreytu.

Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur