Góðan daginn
Mig langar að spyrja hvort klamydia geti læknast af sjálfu sér og er það algengt að það gerist ?
Ef klamydia læknast af sjálfu sér hvað tæki það langan tíma ?
Þegar það er prufað fyrir klamydiu er örugt að það komi fram þó svo að langur timi sé síðan smit
kv.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Ekki hefur verið rannsakað nógu vel hvort Klamydía geti farið að sjálfu sér án þess að skilja eftir sig einhverja fylgikvilla en til eru dæmi að sýkingin hefur horfið undir ákveðnum líffræðilegum kringumstæðum en ekki er hægt (né öruggt) að treysta á það, því er alltaf best að sækja sér viðeigandi meðferðar.
Það þykir afar ólíklegt að einstaklingar geti læknast af Klamydíu án meðferðar. Hins vegar geta einkenni hjaðnað tímabundið þó svo að sýkingin sé viðvarandi í líkamanum, sem getur blekkt fólk í að halda að hún sé farin. Einkenni hjá karlmönnum eiga til að vera minni samanborið við konur og oftast eru einstaklingar nánast alveg einkennalausir.
Ef ekki er sótt meðferð við Klamydíu getur hún meðal annars leitt til ýmissa bólgutengdra sjúkdóma, svo sem líðagigt, ófrjósemis (hjá konum) og getur sýkingin dreift sér til legs og blöðruhálskirtils.
Kveðja,
Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur