Kláði, roði og eymsli í forhúð

Fyrirspurn:

Kvöldið, langar að varpa fram spurningu.

Ég er nýhættur á strattera fyrir c.a. 2 vikum síðan en ég var á því og concerta samtímis. Ég held samt áfram að taka inn concerta. Málið er þannig að mig klæjar gríðarlega mikið innan í forhúðunni og hún er öll rauð og það er einsog það sé bólga því ég finn fyrir þrengslum. Ég finn gríðarlega til þegar ég snerti þetta, en ég er mjög þrifinn og skola alltaf með lactacyd. Getur concerta haft áhrif á þetta eða er þetta eitthvað annað? Ég skipti um brók í gær en núna kemur frekar slæm lykt og það kemur gulur vökvi í brókina. Ég prófaði að setja smá daktarin á þetta.

Aldur:
22

Kyn:
Karlmaður

Svar: 

Sæll,

Ég vil ráðleggja þér að fara til læknis og láta skoða þig og meta.
Ég læt fylgja með hér tengil inná göngudeild LSH með upplýsingum en þar getur þú getur pantað þér tíma.

Með bestu kveðju,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri. Doktor.is