Kögglar í nefi!

ég er búinn að vera lengi að fá kögla í nefgöngin og bora því oft þessa kögla út sem eru blóðlitaðir og stundum fæ ég blóðnasir af því. ég hef verið látin nota nefsprey sem mér finnst ekki gera neitt gagn. Hvað er til ráða?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Nefspreyið getur þurrkað upp slímhúðina í nefinu. Ég legg til að þú berir vaselín í nefið, og reynir eftir bestu getu að láta nefið vera í friði. Ef þú ert mikið að kroppa í nefið er líklegra að þú fáir blóðnasir. Eins er til sérstök olía fyrir nefgöng í apóteki sem mýkir upp og smyr nefgöngin

Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.