kollagen í vökvaformi

Er til kollagen/collagen til inntöku í vökvaformi hérlendis? Ekki töflu eða duftformi.
Er ekki öflugast/árangursríkast að taka kollagenið í vökvaformi?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Kollagen í vökvaformi er til hér á landi og hægt að finna í heilsubúðum og í sumum stórmörkuðum. Hins vegar er miklu meira úrval kollegeni í vökvaformi til erlendis. Framleiðendur vilja meina að kollagen í vökvaformi frásogist betur og hraðar í meltingarvegi en það sem tekið er í töflu eða duft formi. Rannsóknum um það ber hins vegar ekki saman og er þetta oft togstreita á milli framleiðenda. Læt fylgja með linka á síður þar sem vert er að lesa.

Gangi þér/ykkur vel.

https://doktor.is/fyrirspurn/upplysingar-um-collagen

https://doktor.is/fyrirspurn/virkni-collagens-krems

https://www.mbl.is/frettir/taekni/2017/09/09/undralyf_eda_svindl/

https://artasan.is/product/skin-care-hyaluron-shot/

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.