Kóróna sprauta og blóðaftöppun

Hvað þarf að líða langt á milli þess að fá kórónu sprautu og tappa af blóði þar sem um of mikið járn er í blóðinu ?

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ráðlagt að gefa bólusetningunni 1 viku til 10 daga að virka. Myndi bíða í viku amk.

Hér getur þú lesið þér til um þetta til dæmis: https://www.haemochromatosis.org.uk/news/cv19-vaccine-haemochromatosis

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur