Spurning:
Sæll.
Ég er að reyna að finna réttu leiðina til að léttast og hef verið að nota L-carnitine ca. 15 ml fljótandi á dag og svo krómtöflur (chromium picolinate) um 200 míkrógrömm á hverjum degi. Er hollt að taka þetta og má maður taka þetta án þess að hvíla líkamann til dæmis að hætta taka þetta eftir 3 mánuði?(Ég nota enginn önnur efni).
Kærar þakkir.
Svar:
Sæll.
Steinefnið króm – chromium picolinate – og karníten – L-carnitine – (sem í líkamanum er búið til úr amínósýrunum, glútamínsýru og meþíónín) hafa undanfarin ár verið notuð mikið í megrunarafurðir. Í reynd er ekkert sem bendir til þess að þessar afurðir hafi jákvæð áhrif á vöðvauppbyggingu eða eyðingu fitu í líkamanum. Ég tel reyndar ólíklegt að þú skaðist við neyslu efnanna í því magni sem um er að ræða. Sem dæmi má nefna að þá segistu neyta 200 míkrógramma af krómi (í formi chromium picolinate) en samkvæmt ráðleggingum Bandaríska næringarfræðafélagsins (ADA) er ráðlögð dagsneysla króms á bilinu 50-200 míkrógrömm.
Það er aftur á móti mín skoðun að þú sért hér að henda fjármunum á glæ en samkvæmt þeim heimildum sem ég hef (sjá hér að neðan) er ekkert sem bendir til þess að neysla króms (chromium picolinate) eða karnítens (L-carnitine), í fæðubótarformi, flýti fyrir fitutapi eða hafi jákvæð áhrif á vöðvauppbyggingu.
Með kveðju,
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur
Heimildir:
Whitney, N.E. og S.R. Rolfes. 1996. „Supplements and ergogenic aids athletes use." Í Understanding Nutrition. 7. útgáfa. West Publishing Company, St. Paul, MN.
Vukovich, M. og samstarfsmenn. 1994. „Carnitine supplementation: Effect on muscle carnitine and glycogen content during exercise." Medicine and Science in Sports and Exercises 26:1122-1129.
Greig, C. og samstarfsmenn. 1987. „The effect of oral supplementation with L-carnitine on maximum and submaximum exercise capacity." European Journal of Applied physiology 56:457-460.
Soop, M. og samstarfsmenn. 1988. „Influence of carnitine supplementation on muscle substrate and carnitine metabolism during exercise." Journal of Applied Physiology 64:2394-2399.
Trappe, S.W. og samstarfsmenn. 1994. „The effects of L-carnitine supplementation on performance during interval swimming." International Journal of Sports Medicine 15:181-185.
Heinonen, O.J. 1996. „Carnitine and physical exercise." Sports Medicine 22:109-132. Hawley, A.J. 1998. „Fat burning during exercise: Can ergogenic change the balance." The Physician and Sportsmedicine 26:http://www.physsportsmed.com
Henry, C. L.: 1996. „Chromium supplementation and resistance training: Effects on body composition, strength, and trace element status of men." The American Journal of Clinical Nutrition 63:954-965.
Lancy, S. D. og samstarfsmenn. 1994. „Effects of chromium picolinate supplementation on body composition, strength and urinary chromium loss in football players." International Journal of Sport Nutrition 4:142-153.
Trent, L.K. og D, Thieding-Cancel. 1995. „Effects of chromium picolinate on body composition." Journal of Sports Medicine and Physical Fitness 35:273-280.
Hallmark, M.A. og samstarfsmenn. 1996. „Effects of chromium and resitive training on muscle strength and body composition." Medicine and Science in Sports and Exercise 28:139-144.
Campbell, W.W. og samstarfsmenn. 1999. „Effects of resistance training and chromium picolinate on body composition and skeletal muscle in older men." Journal of Applied Physiology 86:29-39.
Walker, L.S. og samstarfsmenn. 1998. „Chromium picolinate effects on body composition and muscular performance in wrestlers." Medicine Science in Sports and Exercise 30:1730-1737.
Thomas, D.A. og G.A. Green: 1997. „Nutrition supplements: Science vs hype." The Physician and Sportsmedicine 25:http://www.physsportsmed.com
Rosenbloom, C. og samstarfsmenn. 1992. „Contemporary ergogenic aids used by strength/power athletes." Journal of the American Dietetic Association 92:1264-1266. „Chromium and Athletes." 1994. Sports Medicine Digest. Janúar:bls.6.