Hæ, dóttir mín er 18 ára og hefur alltaf verið hraust og sjaldan veik. Síðan í september er hún búin að fá kvef mjög reglulega. Þá er það ekki bara smá kvef heldur mikið hor og stíflað nef og hálsbólga. Hún hóstar auk þess upp miklu slími og er frekar slöpp, er þetta eðlilegt?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það gæti verið að dóttur þinni vanti einhver vítamín eða járn. Ég mæli með að hún kíkji til heimilislæknis svo hægt sé að kanna það nánar.
Gangi ykkur vel
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.