Góðan dag mig langar að vita hvort það sé í lagi að gera magaæfingar ef ég er með smá kviðslit ..
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Stærð og staðsetning kviðslitsins skiptir máli varðandi hversu miklar æfingar þú ættir að gera. Þú ættir að forðast æfingar sem einblína á vöðvahópana í kringum kviðslitið. Því er skynsamlegt að forðast magaæfingar, að lyfta mikilli þyngd, hreyfingar þar sem þú ýtir eða togar og æfingar sem innihalda spörk og kýl – td fótbolta og glímu. Mikilvægt er að hlusta á líkamann og forðast þær æfingar sem valda sársauka. Ef þú ert óviss hversu miklar æfingar þú ættir að gera ættir þú að hitta heimilislækni sem getur leiðbeint þér.
Gangi þér vel
með kveðju,
Sigrún Inga Gunnarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur