Kvíðalyf

Fyrirspurn:

Heil og sæl.

Ég er að taka Sertral við miklum kvíða og Tafil með, búin að taka Sertral í tæpa 2 mánuði. Getur verið að þó að þetta sé gott lyf,að það virki ekki eins vel á alla ?Byrjaði að taka 50 mg, en svo 100 mg en verð að hafa Tafil með. Ég hef oft slept Tafil en þá er ég enn með þennan kvíða, er hægt að skipta um lyf án vandræða?

 

Svar:

Sæl

Best er fyrir þig að fara yfir þetta með þínum lækni – það getur verið misjafnt hvernig lyf virka á fólk og oft hægt að breyta um lyf ef þau henta ekki nógu vel.  En það er nauðsynlegt að læknir fari yfir þetta með þér og hvað er best að gera í stöðunni.

Gangi þér vel!

Kristín Svala Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir