Lágt s-ck gildi, hvað er til ráða?

Spurning:

Sæl.

Ég er 19 ára stelpa og var að koma úr blóðrannsókn. Ég reyndist vera með lágt s-ck gildi. Mig langar til að vita hvað þýðir það og hvað ég get gert til þess að hækka þetta gildi.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Svar til 19 ára stúlku með lágt CK.

CK er skammstöfun fyrir enska heitið á kreatínkínasa, ensími sem finnst í vöðvafrumum.

Það er ekkert óeðlilegt við að hafa lágt CK í blóði, við höfum meiri áhyggjur af háum gildum. CK hækkar í blóði við bólgur og skemmdir í vöðvum, en þá lekur CK út úr vöðvafrumunum og verður því hærra í blóðinu sem skemmdin er meiri.

Mikil og ströng líkamsþjálfun mundi að öllum líkindum leiða til hækkunar á CK í blóði.

Með kveðju,
Elín Ólafsdóttir, læknir Hjartavernd