Lyfið fæst með lyfseðli. Getur það heitið librium?
Sæl
Lyf við geðhvörfum eru mýmörg og nöfnin sömuleiðis ennþá fleiri. Þau eru ávallt lyfseðilsskyld. Best er að fá uppgefið virka efnið í lyfinu og þannig er hægt að sjá undir hvaða nöfnum það fæst hér á Íslandi.
Librium er kvíðalyf úr flokki bensodiazipam lyfja en þau eru fjölmörg. Libríum gæti mögulega verið gefið einstaklingi með geðhvörf vegna kvíða en er ekki notað til meðhöndlunar á geðhvörfunum sem slíkum.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur