Ég er búinn að vera með ógleði í 3 mánuði og óvinnufær sökum þess.Magaspeglun eðlileg ct af kvið eðlilegt breytingar á lyfjum skila engu
Hvað getur verið að?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það er mjög erfitt að segja til um hvað þetta getur verið, svona krónísk ógleði getur stafað af svo mörgum hlutum. Stöðin sem stjórnar ógleðinni er í heilanum, kannski er eitthvað ójafnvægi þar. Ógleði getur fylgt svo mörgum hlutum eins og t.d. ýmsum sjúkdómum, mataræði, aukaverkunum lyfja og svo lengi mætti telja. Talaðu við lækninn þinn og farðu vel yfir hlutina, skoða blóðprufur, mataræði, hvíld, streitu og kvíða. Það þarf bara að hugsa út fyrir boxið fyrst búið er að útiloka magann. Læt fylgja með slóðir á áhugaverða lesningu um króníska ógleði.
https://doktor.is/fyrirspurn/hae
https://www.medicalnewstoday.com/articles/320877.php
https://stanfordhealthcare.org/medical-conditions/digestion-and-metabolic-health/chronic-nausea.html
Gangi þér vel
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur