Langvarandi sviði í tungu

Góðan dag. Ég er búinn að vera með mikinn sviða í tungu í 3vikur og er tungan rauð og sviðinn er í allri tungunni. Hvað gæti verið að?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Sviði í tungu og roði getur vrið merki um sveppasýkingu. Ég hvet þig til þess að fá skoðun og mat hjá lækni með það fyrir augum að meðhöndla þetta rétt

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur