Leiðir til að auka seratónín í heila?

Spurning:
Er til einhver önnur leið til að auka seratónín í heila, heldur en að taka þunglyndislyf eins og Cipralex?

Svar:
Taka svokallaðra SSRI lyfja er virkasta einstaka aðferðin til að auka magn serótóníns í heila.

Hægt er þó að auka magn serótóníns með öðrum aðferðum en ekki í sama mæli.

Þar er einkum um alla örvun á heila að ræða, þ.m.t. svokallaða hugræna atferlismeðferð sem er ákveðin tegund meðferðar sem veitt er af geðlæknum og sálfræðingum.

Samþætting lyfjameðferðar og samtalsmeðferðar/hugrænnar atferlismeðferðar er tvímælalaust öflugasta meðferð gegn þunglyndi sem þekkist í dag.

Til eru kenningar um að neysla amínósýrunnar tryptófans, sem er grunnbyggingarefni serótóníns, auki magn serótóníns í heila. Áhrif þessa efnis eru þó mjög lítil samanborið við SSRI lyfin.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur