Letrozole

Góðan daginn,

Ég er að taka lyfið Letrozole til að koma af stað egglosi. Ég á að taka það alltaf á þriðja degi til þess sjöunda eftir að blæðingar hefjast. Í þetta skiptið gleymdi ég að taka það á þriðja degi, en tók það á fjórða degi í staðinn.
Það sem mig langar að vita er í fyrsta lagi, er ég þá búin að klúðra þessum hring? Á ég að taka aukaskammt strax? Eða er í lagi að ég klári þennan skammt þá frá fjórða degi til áttunda dags? Þetta eru semsagt 2x töflur sem teknar eru inn einu sinni á dag, samtals 10 töflur.

Með von um svar,

Takk takk 🙂

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Í fylgiseðli með lyfinu kemur eftirfarandi fram:

Ef gleymist að taka Letrozole Bluefish
– Ef nánast er komið að næsta skammti (t.d. innan 2 til 3 klst.) skal sleppa skammtinum sem
gleymdist og taka næsta skammt eins og til stóð.
– Ef framangreint á ekki við skal taka skammtinn sem gleymdist um leið og þú manst eftir honum
og taka síðan næsta skammt eins og til stóð.
– Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

og þetta:

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita
upplýsinga hjá lækninum

Þú skalt endilega ráðfæra þig við lækninn sem stýrir þessarri meðferð m.t.t. hvað sé best að gera

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur