Levy-body sjúkdómurinn

Hverjir fá Levy-body sjúkdóminn – og hvernig lýsir hann sér? Er hann geðsjúkdómur? Fá sumir bara væg einkenni veikinnar?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Lewy body sjúkdómurinn er ekki geðsjúkdómur en minnissjúkdómur eða elliglöp og er næst algengasti minnissjúkdómurinn á eftir Alzheimar.  Ýmis geðræn einkenni sjúkdómsins geta minnt á einkenni einhverra geðsjúkdóma. Orsök hans eru óeðlilegar útfellingar alpha-synuclein próteina í heila og nefnast útfellingarnar Lewy body eftir þýskum lækni sem greindi þær fyrst.

Einkennin eru mörg fyrir utan minnistap. Það geta verið:

Ofskynjanir eða sýnir af dýrum, fólki eða skuggamyndum og hljóðum,lykt eða snertingu.

Skert hreyfigeta með Parkinsons lík einkenni.

Stjórntruflanir í ósjálfráða taugakerfinu sem kemur fram í flöktandi blóðþrýsting, púls, svitamyndun og truflun í meltingarkerfinu.

Truflun á vitrænaþátum með rugli, einbeitingaskorti, svefntruflunum, athyglisbresti, taltruflunum, syfju og störu út í loftið.

Þunglyndi og sinnuleysi.

Þetta er hrörnunarsjúkdómur sem ágerist og er langt oftast sjúkdómur hjá eldra fólki og  er enn ólæknandi en ýmis lyf eru til að hægja á framvindu.  Fyrr talin einkenni geta verið misáberandi hjá einstaklingum sem þjást af sjúkdómnum.

 

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur