Líkamshiti á meðgöngu?

Spurning:
Ég er ófrísk og er á 8. viku meðgöngu. Venjulega er líkamshiti minn 36,4 en nú síðustu vikur hefur hann verið 37,5 er þetta bara hluti af því sem gerist á meðgöngu að líkamshiti hækki eða er ég með kveisu og þarf að fara vel með mig?

Svar:
Vertu ekkert að mæla þig ef þér líður vel. Það er alveg eðlilegt að líkamshiti hækki um allt að einni gráðu á meðgöngu.

 Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir.