Líkamsrækt án árangurs?

Spurning:
Þannig er mál með vexti að ég hef stundað líkamsrækt í tæpa 9 mánuði og það hefur ekki skilað mér neinum árangri. Ég fór í lok ágúst og fékk plan hjá næringarfræðingi sem átti að hjálpa mér að léttast um 2 kg á mánuði en það hefur heldur ekki gengið. Ég er núna 86 kg en mín kjörþyngd er 70 til 73 kg. Það að grennast ekki neitt hefur mikil áhrif á andlega heilsu mína og ég glími við þunglyndi og tek inn þynglyndislyfið Seról og jafnframt því er ég nýbyrjuð að taka inn Diane mite en eitt af aukaverkunum þessara beggja lyfja er þyngdaraukning. Þegar að ég var í fjölbraut var ég 73 kg og æfði þá handbolta. Eftir að ég hætti í handboltanum og byrjaði á pillunni hef ég þyngst um 12 kg en núna hef ég ekki verið á pillunni í ár og litlar sem engar blæðingar haft og því var ég sett á Diane mite og er ekki sátt við það. Ég helst fá mitt fyrra útlit aftur en hvað get ég gert til þess að léttast?? Með fyrirfram þökk, ein of þung.

Svar:
Komdu sæl,
 
Ég myndi ráðleggja þér að leita til einkaþjálfara.  Ef rétt er farið að er ég sannfærð um að þú getur náð af þér aukakílóunum og hætt að taka inn lyfin.  
Ef þú ert í nágrenni við Hreyfingu get ég útvegað þér mjög færan einkaþjálfara sem getur hjálpað þér.  Þú getur sent póst á hreyfing@hreyfing.is og vísað í þessa fyrirspurn.  Ég ráðlegg þér að draga það ekki að hafa samband.  Ef þú býrð á stað þar sem þú hefur ekki tök á að komast til einkaþjálfara skaltu senda okkur tölvupóst og tilgreina nákvæmlega þjálfunarsögu þína síðustu 9 mánuði og matardagbók svo við getum ráðlagt þér frekar.
 
Bestu kveðjur,
Ágústa.